Text view
ljónið og músin
| Author | Ása Kolka |
|---|---|
| Book Title | El León y el ratón |
| Publication Date | 2010 |
| ATU | 075 |
| Language | Icelandic |
| Origin | Spain |
Einu sinni var mús sem kom út úr holu sinni og hitti stórt ljón.
Ljónið vildi borða hana. - Gerðu það, ekki borða mig. Einn dag gætir þú þurft á mér að halda. Ljónið svaraði: - Þú svona lítil, hvernig má það vera?
Ljónið vorkenndi músinni og leyfði henni að fara. Einn dag heyrði músin hræðilegt öskur. Það var ljónið.
Þegar hún kom á staðinn fann hún ljónið fast í neti. -Ég skal bjarga þér! sagði músin. - Þú? Þú ert of smá til þess.
Músin byrjaði að naga netið og ljónið losnaði.
Frá þeim degi voru þau óaðskiljanlegir vinir.